Áhrif fiskeldis sögð óveruleg í umhverfismati strandsvæðaskipulags Austfjarða

Samkvæmt umhverfismati sem gert hefur verið vegna tillögu að nýju Strandsvæðaskipulagi Austfjarða eru áhrif fiskeldis, hlunnindanýtingar og orkuvinnslu metin óveruleg.

Um þetta má lesa í nýrri skýrslu sem birt hefur verið um tillögu að Strandsvæðaskipulagi austfirskra fjarða 2022 og hefur verið opinberuð lögum samkvæmt. Í tillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Almenningsfles í norðri að Hvítingum í suðri. Lagt var mat á umhverfisáhrif stefnunnar í heild auk þess sem mat var lagt á ólíka útfærslu stefnunnar með því að bera saman við valin umhverfismarkmið sem lýsa æskilegri þróun svæðisins með tilliti til sjálfbærni og náttúru- og minjaverndar.

Eru allir sem láta sig málið varða hvattir til að koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum bréflega til Skipulagsstofnunar en frestur til þess er til 15. september.

Skýrsluna í heild má lesa hér en til stendur að halda sérstaka kynningarfundi um tillöguna bæði á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði á næstu dögum.

Nýtt strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði er í vinnslu en áhugafólk getur sett fram athugasemdir fram til september næstkomandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.