Orkumálinn 2024

Áfram vandræðagangur á innanlandsfluginu

Ítrekaðar seinkanir hafa verið á flugi innanlands undanfarna viku. Bilanir hafa komið upp í vélunum sem sinna fluginu hjá Icelandair.

Grundvöllur vandræðanna virðist vera sá að önnur af stærri vélum félagsins hefur ekkert getað flogið undanfarna viku. Samkvæmt upplýsingum af Flightradar á hún að fara aftur í áætlun seinni partinn í dag og taka Egilsstaðaflugið í kvöld.

Við þetta hafa bæst vandræði með fleiri vélar. Þannig var morgunflugi til Egilsstaða á laugardag aflýst og kom Boeing 737 MAX þota austur um kvöldið til að vinna upp vandræðin.

Þegar áætlanir Icelandair eru skoðaðar aftur í tímann á Flightradar kemur í ljós að undanfarna viku hafa reglulega orðið töluverðar tafir á flugi. Þannig var seinkunni um tvo tíma gegnumgangandi á föstudag og í gær varð einnig meira en klukkustundar seinkunn á miðdegisvél. Tafir hafa verið á fleiri flugleiðum innanlands og til Grænlands.

Í svari upplýsingafulltrúa Icelandair við fyrirspurn Austurfréttar segir að flugvélaskortur hafi komið upp af og til síðustu daga, líkt og á laugardagsmorgunn. Þetta sé bæði vegna reglubundins viðhalds en líka tæknilegra atriða sem komið hafi upp með skömmum fyrirvara.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.