Áfram hreyfing í jarðvegsflekanum við Búðará

Mælingar með speglum sýna álíka hraða á hreyfingu jarðvegsflekans við Búðará á Seyðisfirði og verið hefur síðan rigndi á svæðinu á fimmtudag.

Þetta kemur fram i yfirliti frá ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands.

Tveir speglar eru á flekanum. Annar þeirra hefur hreyfst um rúma 13 sm. undanfarna viku en hinn um tíu.

Örlítil úrkoma mældist um tíma á Seyðisfirði í nótt. Hún virðist engu hafa breytt. Spáð er þurru fram á þriðjudagskvöld.

Vatnshæð er hætt að hækka í öllum borholum nema einni og í flestum tekin að lækka, en hún endurspeglar vatnsþrýsting í hlíðinni.

Rýming er enn í gildi fyrir níu hús næst ánni sem rýmd voru á mánudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.