Aflahæsti strandveiðibáturinn frá Djúpavogi

Strandveiðum ársins lauk í síðustu viku. Aflahæstur á strandveiðum 2019 var Jón Ingvar Hilmarsson á Birtu SU 36 sem gerir út frá Djúpavogi. 

 Strandveiðar eru handfæraveiðar utan kvóta sem heimilar eru frá maí til ágúst. Veiðunum er stjórnað með því að takmarka skammt í róðri og fjölda veiðidaga í mánuði. Jón Ingvar er þokkalega ánægður með strandveiðiárið. „Fiskeríið var gott en veðráttan leiðinleg. Verð á mörkuðum var líka þokkalega gott þetta árið svo ég er þokkalega sáttur. Maður getur ekki stjórnað veðrinu.“

Strandveiðikerfið hefur verið í þróun frá því að strandveiðar hófust árið 2009 og segir Jón Ingvar að það megi enn bæta með því að rýmka leyfilegann fjölda róðrardaga. „Það væri betra að geta róið fleiri daga, þetta eru 12 dagar í mánuði sem má róa í heild en það má ekki róa um helgar eða á rauðum dögum. Svo eru sumir mánuðir, eins og maí til dæmis þar sem er mikið af rauðum dögum, þá eru menn að róa í leiðindaveðrum til að ná uppí þessa 12 daga. Í staðin fyrir að hafa þetta örlítið rýmra svo menn séu ekki í svona miklum sperringi að ná öllunum dögunum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.