AFL: Ekki staða til átaka á vinnumarkaði

afl.gif
Samninganefnd AFLs starfsgreinafélags varar við að gerðir verði langtímakjarasamningar. Þótt forsendur kjarasamnings séu að mestu brostnar telur nefndin að ekki sé staða til átaka á vinnumarkaði að sinni.

Þetta kemur fram í ályktun frá fundi nefndarinnar í liðinni viku. Þar er varað því að treysta á samninga sem gerðir eru skömmu fyrir þingkosningar.

„Kosningabarátta næstu mánaða þýðir að lítið verður að treysta á ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu þar sem næsta ríkisstjórn mun væntanlega telja sig óbundna af samkomulagi sem gert er í aðdraganda kosninga.“

Því þurfi launafólk að vera þolinmótt og undirbúa kjarasamninga næsta vetur. „AFL óttast þó að fyrirtæki og verslanir muni velta kostnaði út í verðlagið – án þess að launafólk geti rönd við reist.

Félagið varar við því að gerðir séu samningar til margra ára með endurskoðunarákvæðum í ljósi reynslunnar á yfirstandandi samningstímabili.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.