Orkumálinn 2024

AFL: Alvarlega vegið að heilu byggðarlögunum með frumvarpi um stjórnum fiskveiða

afl.gif
Stjórn AFLs Starfsgreinafélags varar við hugsanlegum áhrifum af frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem liggur fyrir Alþingi um breytingar á fiskveiðistjórnum og um upptöku auðlindaskatts í sjávarútvegi. Stjórnin telur að með frumvarpinu sé „alvarlega vegið að hagsmunum  heilla byggðalaga, starfsöryggi  fiskvinnslufólks, sjómanna og útgerðarfyrirtækja sem eru burðarásar búsetu á landsbyggðinni og þar með kjörum þeirra fjölskyldna  sem eiga afkomu sína undir fiskveiðum og vinnslu.“

Í ályktuninni er deilt á hugmyndir um að flytja aflaheimildir frá útgerðum stærri skipa til úthlutunar í gegnum potta. Með því sé atvinnumöguleikar fluttir frá þeim sem hafi sjómennsku að aðalstarfi til þeirra sem séu í „frístundaveiði.“

Gagnrýnt er ekki fylgi kröfur um að kjarasamningar verði gerðir fyrir útgerð smábáta sem gæti fjölgað. „Frumvarpinu virðist því ætlað að beina fiskveiðum til útgerða minni báta þar sem engir kjarasamningar eru í gildi og dæmi um brot á réttindum sjómanna sem hafa sjómennsku á minni bátum sem aðalatvinnu, eru því miður mörg og ljót.“

Bent er á að margar útgerðir hafi keypt stóra hluta síns kvóta. Þeir sem „hvað mest sækja á strandveiði eða aðra potta, eru menn sem hafa fengið gjafakvóta og selt sig út úr greininni  og sumir oftar en einu sinni.“

Gagnrýni AFLs er tekin saman í fjögur meginatriði:

1. Of miklu af aflahlutdeildum er ráðstafað til svokallaðra potta.
 
2. Ef aflaheimildir í þorski fari yfir 202.000 tonn eigi að ráðstafa 40% af umframheimildum til „pottakerfisins“ en það þýðir að verið að beina sjávarútvegi í átt til óhagkvæmari útgerðar sem aftur mun bitna á lífskjörum þjóðarinnar.
 
3. Afl í potti 2 virðist eiga að vera að mestu leyti undanþeginn auðlindaskatti – en AFL Starfsgreinafélag telur að innheimta eigi auðlindaskatt af hverju veiddu tonni af fiski – eigi á annað borð að innheimta slíkan skatt. Þjóðin hlýtur að gera þá kröfu að stefnt sé að hámarksframlegð úr sjávarútvegi og því skýtur skökku við að ýta beinlínis undir veiðar sem skv. frumvarpinu virðast ekki geta staðið undir auðlindaskatti.
 
4. Gera verður skýra kröfu um að skip sem sækja á íslensk fiskimið geri kjarasamninga um kaup og kjör og tryggingar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.