Ævintýraleg ásókn í sumarhús AFLs um páskana

Alls voru 220 umsóknir um 19 sumarhús sem AFL Starfsgreinafélag hefur til ráðstöfunar um páskana.  Þetta eru margfalt fleiri umsóknir en síðustu ár og fyrir páskana í fyrra komu 67 umsóknir í allt.


Þetta kemur fram á vefsíðu AFLs. Þar segir að dregið var milli umsækjenda og voru þeir í forgangi sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu þrjú ár. Allir umsækjendur í forgangshóp voru dregnir út á biðlista sem notaður verður ef einhverjir þiggja ekki úthlutað hús. 

Sverrir Albertsson framkvæmdastjóri AFLs segir að komin sé niðurstaða í hvaða 19 fjölskyldur fá úthlutað. Það gæti þó breytst fram að páskum.

Vonir standa til að húsin þrjú í Grímsnesi sem félagið keypti á dögunum verði tilbúin til útleigu fyrir páska og verða þau þá boðin þeim sem eru fremstir á biðlista.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.