Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

52. aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) var haldinn á Hallormsstað síðastliðna helgi. Kjörnir fulltrúar þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda landshlutasamtökin samþykktu á fundinum sameiginlegar ályktanir landshlutans. Þá voru afhent Menningarverðlaun SSA 2018 og heiðursgestur úr hópi sveitarstjórnarmanna heiðraður.


Fundinn sóttu fulltrúar allra sveitarfélaga á Austurlandi auk þess sem nokkrir þingmenn kjördæmisins og fleiri gestir sátu fundinn. Dagskrá fundarins markaðist af fjölda nýrra fulltrúa en talsverð endurnýjun varð í sveitarstjórnarkosningunum á vordögum. Áhersla var á kynningu á SvAust, starfsemi Austurbrúar, framkvæmd áhersluverkefna Sóknaráætlunar Austurlands tengdum menningu, áfangastaðnum Austurlandi og Svæðisskipulagi Austurlands. Auk þess kynnti Karl Björnsson framkvæmdastjóri starfsemi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hólmfríður Sveinsdóttir sérfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sagði frá Sóknaráætlun.

Heiðursgestur í kvöldverði á aðalfundinum var Broddi Bjarnason fyrrverandi formaður SSA og bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði. Menningarverðlaun SSA voru einnig afhent en þau hlaut Breiðdalssetur.

Að venju var samþykkt ályktana megin verkefni fundarins, en þær móta stefnu landshlutans á öllum sviðum. Í ályktunum er mikil áhersla lögð á að þjónusta við íbúa Austurlands verði ásættanleg, hvort sem er í heilbrigðisþjónustu, samgöngum eða menntamálum og að jöfnuður ríki meðal landsmanna t.d. varðandi flutningskerfi raforku og húshitunarkostnað.

Á fundinum var ný stjórn kjörin en hana skipa: Einar Már Sigurðarson, Fjarðabyggð, Gauti Jóhannesson, Djúpavogshreppi, Gunnar Jónsson, Fljótsdalshéraði, Hildur Þórisdóttir, Seyðisfirði, Pálína Margeirsdóttir, Fjarðabyggð, Sigíður Bragadóttir, Vopnafjarðarhreppi og Stefán Bogi Sveinsson, Fljótsdalshéraði. Á fyrsta fundi stjórnar var Einar Már Sigurðarson kjörinn formaður.

Broddi Bjarnason 1200

Broddi Bjarnason fyrrverandi formaður SSA og bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.