Aðalbjörn hættur eftir 28 ár í sveitarstjórn: Mikil endurnýjun á Vopnafirði

Mikil endurnýjun hefur orðið í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps en aðeins einn fulltrúi situr áfram í hreppsnefndinni. Fráfarandi hreppsnefnd kom nýlega saman til síns seinasta fundar þar sem Aðalbjörn Björnsson kvaddi eftir 28 ára setu í sveitarstjórn. ImageAðalbjörn var kosinn oddviti í fyrra en sat í heiðurssæti K-listans í kosningunum. Á fundinum þakkaði hann samferðamönnum fyrir samstarfið í gegnum árin. Hann þakkaði minnihlutanum fyrir aðhald og þá samstöðu sem ríkti þegar á reyndi.

Ólafur Ármannsson fór einnig úr sveitarstjórn en hana hefur hann verið viðloðandi frá árinu 1986. Guðrún Anna Guðnadóttir situr ein eftir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.