Barði NK, skip Síldarvinnslunnar hefur verið stopp á Ísafirði undanfarna þrjá daga vegna bilunar. Skip fyrirtækisins hafa síðustu tvær vikur verið á síldarveiðum á Breiðafirði.
„Það er bilun í spilkerfi. Það hefur engin áhrif á veiðiferðina," segir Karl Jóhann Birgisson, rekstrarstjóri útgerðar hjá Síldarvinnslunnar.
Börkur og Beitir hafa varið síðustu tveimur vikum að mestu á Breiðafirði við veiðar á íslensku sumargotssíldinni. Beitir kom til Norðfjarðar í gær með 1250 tonn.
Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.