Orkumálinn 2024

Brotnir hlekkir í kerfi SvAust: Vantar fjármagn til að standa undir fámennari leiðum

straeto aust webEkki er hægt að komast á milli Reyðarfjarðar og Hafnar í Hornafirði með almenningssamgöngum þar sem engar slíkar eru á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Styrkir við flugsamgöngur hafa áhrif á styrki til samgangna á landi.

Strætisvagnar Austurlands hófu formlega starfsemi í sumar og er ætlað að þjóna Austurlandi öllu. Rekstur leiðakerfisins byggir á þremur meginstoðum: sérleyfissamningum, starfsmannaakstri Alcoa Fjarðaáls og akstri sveitarfélaga.

Enn vantar þó leiðir inn í kerfið. Ekkert er ekið á Vopnafjörð og leiðin á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs er ekki í akstri.

„Málið er að ekkert fjármagn fylgir þessum leggjum frá ríkinu og erfitt að standa undir þessum leiðum fjárhagslega þar sem þetta er svo lítill fjöldi farþega,“ segir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri SvAust.

Hún bendir á að Vopnafjörður fái ekkert sérfjármagn í almenningssamgöngur þar sem þar sé flugvöllur. Leiðin milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs er ekki styrkt þar sem sérleyfin liggi annars vegar milli Djúpavogs og Hafnar og hins vegar milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur og tengist þannig flugsamgöngum á hvorum enda.

Framtíðarþróun kerfisins felst í að bjóða upp á tíðari ferðir og tengja þessar leiðir inn í kerfið. „SSA hefur farið fram á aukið fjármagn til frekari þróunar en það hefur reynst erfitt að sækja það.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.