Orkumálinn 2024

Nýjum lækni fagnað á Djúpavogi

djupivogur 280113 0018 webSveitarstjórn Djúpavogshrepps fagnar því að tekist hefur að manna stöðu læknis í Djúpavogslæknishéraði. Leitað hefur verið eftir hjúkrunarfólki á svæðið síðustu misseri.

Auglýst var eftir lækni í héraðið í lok síðasta árs en lítil viðbrögð voru við þeirri auglýsingu. Í sumar var staðan auglýst aftur og er Þórarinn Baldursson tekinn við starfinu. Aðsetur hans verður á Djúpavogi.

Í bókun frá síðasta fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps er lýst „sérstakri ánægju“ og það sagt „sérstakt fagnaðarerindi að tekist hafi að manna stöðu læknis í Djúpavogslæknishéraði.“

Fjórir læknar skiptu þjónustu við Djúpavog og Breiðdalshrepp með sér síðasta vetur. „Það er erfitt að ná lækni inn í þessi einmenningshéröð,“ sagði Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, á borgarafundi í vor.

Auk þess að berjast fyrir að fá lækni á svæði hafa forsvarsmenn sveitarfélagsins lagt á það áherslu að fá hjúkrunarfræðing á staðinn.

„Ráðuneytið hefur viðurkennt að full þörf er á hjúkrunarfræðingi á svæðið, bæði fyrir gamla fólkið og barnafólk. Þótt hann sé ekki í 100% stöðu skiptir miklu máli að hafa hjúkrunarfræðing hér með fasta búsetu,“ sagði Gauti við sama tilefni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.