Orkumálinn 2024

Austurland hefur gegnt miklu hlutverki í framþróun vinnuöryggis

vinnueftirlitid staff webForstjóri Vinnueftirlitsins segir framkvæmdaraðila á Austurlandi hafa verið öðrum til fyrirmyndar hvað vinnuöryggi varðar. Aðrir hafi fylgt fordæmi Bechtel sem reisti álverið þegar í ljós kom að aðferðir fyrirtækisins báru árangur.

„Öryggismálin hjá Bechtel voru þannig að menn brostu aðeins fyrst. Þegar menn sáu árangurinn breikkaði brosið. Það sem gert var þar hafði áhrif á öllu Íslandi og við höfum notað það mikið í áróðri,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.

„Austurland hefur gegnt heilmiklu hlutverki í framþróun þessara mála. Nefna má að Landsvirkjun er komin með algjörlega nýja vinnuverndarstefnu sem líkist Bechtel þar sem haldið er utan um alla undirverktaka og fylgt eftir af verkkaupa.“

Eyjólfur var hér á ferðinni fyrir skemmstu þegar starfsmenn Vinnueftirlitsins á Austurlandi gerðu sér glaðan dag í tilefni þess að endurbótum á húsnæði þess er lokið.

„Eining okkar hér á Austurlandi samanstendur af samhentu og góðu fólki sem er í góðu sambandi við fyrirtækin og fylgist vel með,“ segir Eyjólfur.

Hann segir vinnuöryggismál í góðu horfi á Austurlandi. Austfirsk fyrirtæki séu mjög dugleg að gera áhættumat og réttindamál á vinnuvélar séu í mjög góðu horfi á svæðinu. „Það hefur sýnt sig að hjá fyrirtækjum sem vanda sig í þessum málum gengur reksturinn betur.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.