Orkumálinn 2024

Janne: Það þarf líka að vera til staðar atvinna fyrir makann

janne sigurdsson ssa sept13Ein algengasta orsök þess að fólk hættir störfum hjá Alcoa Fjarðaáli og flytur í burtu frá Austurlandi er að það saknar vina sinna sem búa annars staðar á landinu. Mikilvægt er að fjölbreytt atvinna sé í boði á svæðinu til að byggja upp öflugt samfélag sem fólk vill búa í.

„Við verðum alltaf að vera á tánum og fylgjast með því hvað fólk sækist eftir. Það er ekki nóg að ráða bara 500 manns og hætta svo,“ sagði Janne Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls í framsögu sinni á þingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Umræðuefnið var hvernig hægt sé að ræða fleiri íbúa til Austurlands.

Janne sagði að starfsmannavelta álversins hefði verið mikil fyrst eftir að það tók til starfa. „Fólk saknar tengslanetsins síns fyrir sunnan. Fólk gafst upp hjá okkur eftir 1-2 ár, oft því makinn fann sig ekki. Það þarf að vera til staðar atvinna fyrir bæði hjónin. Það er ekki nóg að vera með gott mötuneyti, góð laun og skemmtilegan vinnustað.“

Hjá Fjarðaáli hafa viðbrögðin verið þau að kanna sérstaklega tengslanet viðkomandi á svæðinu áður en hann er ráðinn. „Við spyrjum um tengslanetið. Það skiptir virkilega máli.“

Það þurfi líka að hjálpa fólki að heimsækja ættingja sína. Flugsamgöngur skipta þar lykilmáli enda hefur Fjarðaál boðið starfsfólki sínu upp á sérkjör hjá Flugfélagi Íslands.

„Það skiptir máli að komast suður fyrir minna en 40 þúsund krónur. Starfsmennirnir nota þetta ekki bara sjálfir heldur fyrir gesti og fjölskyldur til að kynna þau fyrir svæðinu. Við verðum að nota okkar tengslanet til að sýna að hér sé gott að búa.“

Janne lét þess þó einnig getið að óvíst væri hvort fyrirtækið gæti „haldið þessu áfram miðað við núverandi álverð.“

Hún sagtði einnig að starfsmenn hefðu áhyggjur af heilbrigðisþjónustunni. „Margar óléttar konur kvíða fyrir snjónum á fæðingardaginn. Við verðum að fá samgöngur til að menn komist örugglega á milli þegar á þarf að halda.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.