Orkumálinn 2024

Ný flugbrautarljós á Norðfirði tekin í notkun

flugvallarljos nesk 1Fjölmenni var þegar ný flugbrautarljós á Norðfjarðarflugvelli voru formlega tekin í notkun. Vinna við uppsetningu var unnin í sjálfboðaliðavinnu en SÚN kostaði kaupin á ljósunum.

Það var Ingvar Sveinn Árnason, rafiðnfræðingur og flugmaður sem fann búnaðinn, fékk belgíska fyrritækið Aims, sem framleiðir ljósin, til að aðlaga þau að íslenskum aðstæðum, fá þau samþykkt af flugmála yfirvöldum og tengja. Hópur manna sem aðstoðaði hann við uppsetninguna gaf einnig vinnu sína og lánaði tæki. Fulltrúa Isavia var afhentur búnaðurinn til umsjónar og eignar.

Í tilkynningu frá SÚN segir að með nýju brautarljósunum á að vera hægt að lenda með góðu móti á öllum tímum sólarhringsins sem sé mikilvægt þegar flytja þurfi sjúklinga á stærri sjúkrahús til frekari aðhlynningar.

Ekki hafi verið ætlunin að lýsa Norðfjarðarflugvöll upp í náinni framtíð og því brugðið á það ráð sem reynst hafi best, að gera hlutina sjálfir.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fagnaði framtakinu sérstaklega síðasta fundi sínum. „Lýsing flugbrautarinnar styrkir Norðfjarðarflugvöll sem sjúkraflugvöll og er nauðsynlegur hluti af heilbrigðisþjónustu í fjórðungnum,“ segir í bókun bæjarstjórnar.

Í lok júlí lenti þyrla Landhelgisgæslunnar rétt við skíðaskálann í Oddsskarði. Þyrlan var í sjúkraflugi en ekki var hægt að lenda á láglendi vegna mikillar þoku.

flugvallarljos nesk 2flugvallarljos nesk 3

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.