Kristborg Bóel tekur við Austurglugganum

kristborg boel steindorsdottir skorinKristborg Bóel Steindórsdóttir er nýr ritstjóri vikublaðsins Austurgluggans. Hún segist hlakka til að takast á við fjölbreytt starf.

Fyrsta blaðið undir ritstjórn Kristborgar kemur út í næstu viku en Sigurður Ingólfsson, sem ritstýrt hefur blaðinu undanfarna mánuði, kvaddi lesendur í blaði dagsins.

„Starfið leggst vel í mig. Það er mikið verk að reyna að gera fréttum af þessu stóra svæði skil vikulega. Auk þess að flytja fréttir mig að taka viðtöl við hinn almenna Austfirðing um lífið og tilveruna.“

Kristborg Bóel er menntaður grunnskólakennari og náms- og starfsráðgjafi. Hún vann í sex ár hjá Alcoa Fjarðaáli í innri samskiptum með áherslu á ritstjórn og útgáfu. „Að ritstýra Austurglugganum er mikil áskorun en ég hlakka til að takast á við fjölbreytt starf.“

Ritstjóraskipti hafa orðið víðar á austfirskum fjölmiðlum að undanförnu. Halldóra Tómasdóttir, kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum, hefur tekið við ritstjórn Austurlands, sem gefið er út mánaðarlega, af Stefaníu G. Kristinsdóttur. Ár er liðið síðan blaðið hóf göngu sína.

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.