Orkumálinn 2024

Hjá Marlín í hóp Grænna farfuglaheimila

hja marlin webGistiheimilið Hjá Marlín á Reyðarfirði komst nýverið í hóp Grænna farfuglaheimila. Í þann flokk falla farfuglaheimili sem uppfylla ákveðin skilyrði á sviði umhverfismála.

Hjá Marlín er eitt fjögurra nýrra farfuglaheimila sem tekin voru inn í hópinn fyrir skemmstu en auk þeirra bættust við farfuglaheimili í Vík, Vagnsstöðum í Suðursveig og Gaulverjaskóla í Gaulverjahreppi. Grænu farfuglaheimil eru því orðin þrettán talsins.

Vottunin var tekin upp hérlendis árið 2003 til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila til að vinna markvisst af umhverfismálum. Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna í kynningarefni sínu. Þessi viðmið hafa verið í þróun allt frá upphafi og hafa þau verið unnin í nánu samstarfi við umhverfisstjórnunarfyrirtækið Alta sem einnig hefur séð um úttektir á heimilunum.

Viðmiðin sem heimilin þurfa að uppfylla til að geta kallað sig Græn farfuglaheimili eru afar fjölbreytt. Meðal annars þurfa heimilin að uppfylla ákveðin viðmið á sviði innkaupa, flokkunar, orkunotkunar, og umhverfisfræðslu.

„Með markvissu umhverfisstarfi vilja Farfuglaheimilin koma á móts við auknar kröfur ferðamanna um ábyrga afstöðu í þessum mikilvæga málaflokki,“ að því er segir í tilkynningu.

„Gestir Farfuglaheimilanna kunna mjög vel að meta umhverfisstarfið sem fram fer á heimilunum. Allir þeir sem bóka gistingu gegnum bókunarvél alþjóðasamtaka Farfuglaheimilanna fá tækifæri til þess að gefa umsögn um dvöl sína á staðnum. Íslensk farfuglaheimili eru í dag í efsta sæti á heimslistanum yfir þær þjóðir sem fá bestu einkunn fyrir umhverfisstarfið.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.