Orkumálinn 2024

Opið málþing um austfirsk málefni: Tímabær naflaskoðun um lykilforsendur hagsældar á Austurlandi

sigmundur david feb13Málþing um lykilforsendur hagsældar á Austurlandi verður haldið á Egilsstöðum um næstu helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, verður á meðal framsögumanna á þinginu.

Það eru samtökin Landsbyggðin lifi (LBL) og Framfarafélag Fljótsdalshéraðs (FF) sem standa fyrir málþinginu en framfarafélagið er eitt af aðildarfélögum LBL.

Málþingið var áður auglýst í Brúarási á laugardag en vegna óhagstæðs veðurútlits hefur því verið frestað um einn dag og flutt yfir á Hótel Hérað. Málþingið hefst klukkan 11:00 og stendur til 15:30.

Yfirskrift málsþingsins er „Tímabær naflaskoðun um lykilforsendur hagsældar á Austurlandi: Stóraukin samstaða og spurningin um tilkomu lýðræðislegrar sjálfstjórnar um eigin málefni í fjórðungnum í heild“ en þar verður sérstök áhersla lögð á samgöngumál.

Dagskrá:
„Mikilvægi samvinnunnar: Tækifæri og framfarahorfur á Austurlandi“
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og 1. þingmaður NA-kjördæmis.
Skógræktarmál á Austurlandi:
„Hugleiðingar skógarbónda um nútíð og framtíð“
- Lárus Heiðarsson, skógarbóndi og ráðunautur í skógrækt
Samgöngumál á Austurlandi:
I: „Bættar samgöngur styrkja byggð og auka jafnrétti til búsetu“
- Guðrún Katrín Árnadóttir, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði og í stjórn Samganga;
II: „Egilsstaðaflugvöllur – grundvöllur tækifæra“
- Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia

Að loknum hádegisverði fara fram umræður um erindi málþingsins. Þátttaka í málþinginu er frí og öllum opin.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.