Fjöldi ferðamanna á Austurlandi: Flest tjaldsvæði full

tjaldsvaedi egs 100713 0005 webMikil aðsókn hefur verið að austfirskum tjaldsvæðum síðustu daga og ferðamannastöðum enda einmuna veðurblíða í fjórðungnum.

Varla sást í auðan grasblett fyrir tjöldum, hjólhýsum og húsbílum á tjaldsvæðunum í Hallormsstað í dag. Þá voru stæðin við sundlaugar fjórðungsins mjög þéttskipaðar.

Mestur hiti á landinu í dag mældist á Egilsstaðaflugvelli, 26,1°C og 26°C sléttar á Hallormsstað. Þá var einnig hlýtt á fjöllum, rúmar 23 gráður á Jökuldalsheiði, Vopnafjarðarheiði og í Möðrudal.

Spáð er áframhaldandi hlýindum á morgun en örlítilli vætu. Áfram er spáð sunnanvindum um helgina en heldur kólnar í veðri. Á mánudag er spáð norðanátt.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.