Orkumálinn 2024

Ferðafólk varað við djúpri lægð á morgun: Ekkert ferðaveður fyrir eftirvagna

tjaldsvaedi egs 0008 webVeðurstofan og Vegagerðin vara ferðafólk við hvassviðri sem spáð er á morgun. Óvenju kröpp lægð er á leið til landsins sem setja mun svip sinn á veðrið næstu tvo daga.

Spáð er sunnan 5-15 metrum á sekúndu á Austurlandi. Þótt íbúar svæðisins eigi að sleppa betur undan lægðinni en aðrir landsmenn er ekki þar með sagt að þeir sleppi alfarið.

„Norðan- og austanlands er einnig gert ráð fyrir strekkingsvindi á morgun og þar er einnig hætt við staðbundnum vindhnútum,“ segir Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni.

Í tilkynningu frá VÍS er því beint til ökumanna húsbíla og þeirra sem ferðast með eftirvagna að gæta vel að sér á morgun þar sem vindur og vindhviður hafi mikil áhrif á stöðugleika ökutækja. Ökumenn þurfa einnig að vera meðvitaðir um vindhviður sem fylgt geta því að mæta stóru ökutæki.

Í viðvörun frá Veðurstofunni segir að ekki sé útlit fyrri að neitt ferðaveður sé framundan fyrir þá sem séu með aftanívagna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.