Fjárhús brann á eyðibýli við Egilsstaði

kollsstadir bruni 0006 webFjárhús á eyðibýlinu Kollstöðum skammt fyrir innan þéttbýlið á Egilsstöðum brunnu til grunna í dag. Talið er að fimmtán hænuungar hafi brunnið þar inni.

Reyk tók að leggja yfir byggðina á Egilsstöðum um fjögurleytið í dag. Lögregla fór þá á vettvang og kallaði út slökkvilið.

Húsið stóð í björtu báli þegar slökkviliðið kom að og húsin nánast brunnin til grunna þegar tókst að slökkva eldinn.

Jón Björnsson, sem verið hefur með skepnur í húsinu, hafði fyrr í dag látið hænsnin út í fyrsta skipti á þessu vori. Er líklegt að það hafi orðið þeim til bjargar en fimmtán hænuungar voru þó eftir inni í húsinu.

Eldsupptök eru ókunn.

kollsstadir bruni 0018 web
kollsstadir bruni 0003 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.