Skriðuföll og grjóthrun í hláku á Austurlandi

oddsskard 31052013 sa webAurskriða féll rétt við bæinn Brú á Jökuldal í gær og um svipað leyti hrundi úr lofti Oddskarðsganganna. Stór aurskriða féll í Seyðisfirði í vikunni. Mikil hláka hefur verið á Austurlandi í vikunni og eru umhleypingarnar afleiðingar þeirra.

Það var á sjötta tímanum í gær sem skriða féll í svokölluðum Brúarhvammi rétt utan við bæinn Brú á Jökuldal. Hún er um 60 metra breið þar sem hún er víðust og um 300 metra löng.

Í gær hrundi á veginn í Oddskarðsgöngunum. Þar lét gúmmímotta sig undan þunga af lausu bergi. Moka þurfti tæplega hálfum vörubíl út úr göngunum.

Kindur urðu undir aurskriðu sem féll við bæinn Selsstaði í Seyðisfirði á miðvikudagsmorgun.

Eftir snjóþungan vetur hafa miklar leysingar verið í vikunni. Mikið rigndi á mánudag en síðan hefur verið hlýtt í veðri. Frost er enn að fara úr jörðu og við slíkar aðstæður er hætt við aurskriðum.
odsskard 31052013 sa webskrida bru sonjakrebs web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.