Orkumálinn 2024

50 milljóna afgangur hjá Seyðisfjarðarkaupstað

Rekstur Seyðisfjarðarkaupstaðar á síðasta ári var jákvæður um 50,5 milljónir króna, þar af var 10 milljóna hagnaður úr A-hluta. Skuldahlutfall sveitarfélagsins hefur farið lækkandi.


Hagnaðurinn er þó ekki jafn mikill og ráð var fyrir gert en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 66 milljóna hagnaði. Hagnaðurinn árið 2015 var 62 milljónir.

Munurinn skýrist af því að skatttekjur eru 30 milljónum lægri en áætlað var en þær hækkuðu þó um 25 milljónir. Á sama tíma var launakostnaður 24 milljón en í áætlun og lífeyrisskuldbinding 15 milljónum hærri.

Fræðslu- og uppeldismál taka til sín stærsta hlutinn af umsvifum sveitarfélagsins, útgjöld til málaflokksins eru 215 milljónir. Afgangur frá hafnarsjóði nam 33,5 milljónum.

Veltufé frá rekstri var 151,7 milljónir, þar af 74,5 milljónir úr A-hlutanum.

Hjá Seyðisfjarðarkaupstað hefur undanfarin ár verið unnið að lækkun skuldahlutfalls. Það var í lok árs 122% og hafði lækkaði um tólf prósentustig milli ára. Skuldir og skuldbindingar alls voru 1,16 milljarðar króna.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.