Síldarvinnslan kaupir nýjan Beiti

gitte henning beitirSíldarvinnslan í Neskaupstað hefur gengið frá kaupum á danska uppsjávarveiðiskipinu Gitte Henning sem verður nýr Beitir NK. Núverandi Beitir gengur upp í kaupin.

Í frétt á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Gunnþóri Ingvarssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að með kaupunum á Gitte sé hringnum lokað við endurnýjun á uppsjávarflotanum en nýi Beitir er 17 árum yngri en sá eldri.

Skipið er hannað af Wärtsilä en smíðað í Westwen Baltiga skipasmíðastöðinni í Klaipeda í Litháen, fyrsta fiskveiðiskipið sem var smíðað þar frá grunni frá hruni Sovétríkjanna og kom nýtt til Danmerkur í apríl 2014. Það er 86,3 metra langt 17,6 metra breytt og vegur 4138 brúttó.

Gitte var stærsta uppsjávarveiðiskip Dana og hið nýjasta í röð skipa með þessu nafni í eigu FF, fyrirtækis Henning Kjeldsen, sem oft er nefndur uppsjávarveiðikonungur Danmerkur. Heimahöfnin hefur verið í Skagen, nyrsta bæ Danmerkur sem staðsettur er á Jótlandi.

FF hefur þegar gengið frá smíðum á nýju skipi sem mun verða stærsta uppsjávarveiðiskip sem byggt hefur verið. Á meðan brúar gamli Beitir bilið.

Skipið er meðal annars búið búnaði til að senda aðalvélinni aukakraft í skamman tíma, nokkuð sem nýtist sérlega vel við makrílveiðar. Öll aðstaða og aðbúnaður um borð er hin nútímalegasta.

Stefnt er að því að nýja skipið verði komið til Norðfjarðar fyrir jól en það verður afhent í desember. Beitir hefur þegar verið afhentur Dönunum og er í slipp í Póllandi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.