Fyrirlestri Jóns og Skólahreysti frestað

egs 23052011 3Fyrirlestri Jóns Jónssonar um fjármál fyrir grunnskólanema, sem vera átti í Egilsstaðaskóla í kvöld, hefur verið frestað. Ekkert hefur verið flogið milli Egilsstaða og Reykjavíkur í dag. Skólahreysti, sem fara átti fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á morgun hefur verið frestað til mánudags.

Aftakaveður hefur verið víða á landinu í dag. Ófært er um Möðrudalsöræfi, Hellisheiði og Vopnafjarðarheiði og yfir Vatnsskarð og Fjarðarheiði. Þungfært er um Jökuldal og Oddsskarð. Versnandi veður er meðfram austurströndinni.

„Búist við að veður fari smám saman að ganga niður síðdegis og dragi þá jafnframt úr ofankomu og skafrenningi. Ekki dregur úr veðurhæð syðst á landinu fyrr en í nótt,“ segir í spá Veðurstofunnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.