Nýr stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Egilsstöðum

{jathumbnail off}

Halldór Örvar Einarsson

Halldór Örvar Einarsson (Örvar) hefur verið ráðinn stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Egilsstöðum frá og með 1.janúar 2013. Örvar hefur undanfarin ár starfað sem þjónustustjóri Flugfélags Íslands á Egilsstöðum. 

Örvar tekur við af Einari Halldórssyni sem lætur af störfum vegna aldurs um næstu áramót. Flugfélag Íslands vill þakka Einari Halldórssyni fyrir gott og óeigingjarnt starf fyrir Flugfélag Íslands.

Stöðvarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri flug- og farþegaþjónustu Flugfélags Íslands á Egilsstöðum ásamt daglegri stjórnun og þjónustu við viðskiptavini.

Örvar hefur unnið við flugtengdan rekstur síðan 1989 og hefur verið virkur félagi í Björgunarsveitinni Héraði. Örvar er giftur Önnu Dís Jónsdóttur og saman eiga þau 3 börn, Antoníus Bjarki, fæddur 1996 og tvíburarnir Katrín Anna og Lísbet Eva fæddar 2003.

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.