Orkumálinn 2024

Halldór Gíslason: Þurfum að breyta hvernig við fáumst við heiminn

halldor gislason_mih.jpg

Sjálfbærni er nýjasta áskorunin í hönnun að mati Halldórs Gíslasonar, prófessors í hönnun við Listaháskólann í Osló. Við þurfum að breyta því hvernig við fáumst við heiminn. Í því skyni getur hönnun komið að góðum notum.

 

„Lykilorðin eru þrjú: Fólk, arður, Jörðin. Það verður að taka þessa þrjá þætti inn í öll verkefni. Ef verkið stendur bara undir sér á einu sviðanna er það ekki þess virði,“ sagði Halldór í fyrirlestri sínum á hönnunarráðstefnunni Make it Happen í síðustu viku.

„Sjálfbærni er nýjasta áskorunin í hönnun. Íslendingar nota um 20 jarðir. Við kæmumst ekki hér fyrir öll ef ekki væri fyrir að fólkið í Afríku notaði svona lítið,“ sagði Halldór sem einnig kennir í Mósambik. „Við verðum að breyta því hvernig við fáumst við heiminn.“

Við verðum í auknu mæli að nýta aftur þau hráefni sem til eru. Í Laos eru gerðar skeiðar úr bandarískum sprengjum. Susan-Design hefur sérhæft sig í nútímasalernislausnum þar sem mannúrgangi er safnað saman og hann nýttur sem áburður. 

„Í dag notum við „flush and forget“ (sturtað og gleymt) aðferðina. Staðreyndin er sú að við getum ekki öll notað vatnssalerni. Jörðin ber það ekki.“

Annað dæmi sem hann nefndi var frá Þýskalandi þar sem fölskum strætóskiltum var komið fyrir utan við dvalarheimili alzheimer-sjúklinga. Þegar þeir hugðust fara fram fóru þeir einfaldlega út á strætóstöð þar sem starfsfólk heimilanna gat fundið þá og talað þá til.

 

„Veljið ykkur verkefni sem skipta almenning málið. Verið skapandi og gefist ekki upp,“ voru skilaboð Halldórs til hönnuða.

Hann segist hamra á þessum boðskap við nemendur sína. Verið sé að hverfa frá iðnvæðingunni, stöðluninni og fjöldaframleiðslunni þar sem lítill gaumur var gefinn að umhverfisáhrifum.

„Ef þig vantaði stól fyrir 100 árum þá smíðaði frændi þinn hann fyrir þig. Í dag ferðu á netið og pantar stól sem er smíðaður af barni í Kína eða Hong Kong.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.