Orkumálinn 2024

Ný verslun á Egilsstöðum: Búið að vera mikill straumur af fólki

JotunnJötunn opnaði nýja verslun á Egilsstöðum í morgun. Nýja útibúið er að Sólvangi 5. En einnig er að finna verslanir í Reykjavík, Selfossi og Akureyri.

„Það gengur ljómandi vel. Formleg opnun var í morgun og hér er búið að vera mikill straumur af fólki og mér sýnist allir vera kátir,“ segir segir Jóhannes Bjarnason, verslunarstjóri hjá Jötni.

Jóhannes hefur yfirumsjón með versluninni og verður eftir sem áður með starfsaðstöðu sína á Selfossi, en Björgvin Elísson frá Egilsstöðum mun að sjá um reksturinn hér fyrir austan.Hann hefur ráðið Sindra Fannar Sigurbjörnsson frá Þingmúla til að sjá um verslunina og almenn afgreiðslustörf.

Jötunn ehf. sérhæfir sig í sölu á vélum og búnaði tengdum landbúnaði. En hvað verður að finna í nýju versluninni á Egilsstöðum?

„Hér hægt að fá ýmislegt spennandi. Verum að sjálfsögðu að selja almennar búrekstrarvörur. Við erum með verkfæri, hestavörudeild, gæludýravörur, leikföng, hreinlætisvörur og svo erum við að selja varahluti og vélar og tæki. Þetta er samskonar verslun og þú finnur á selfossi og á Akureyri, nema að við erum í heldur minna plássi hér.“

Í tilefni opnunarinnar eru fjölmargar vörur á sérstöku opnunartilboði. „það eru margir búnir að gera góð kaup í dag, og þá má geta þess að tilboðin gilda fram að næstu helgi. Svo ef fólk getur ekki heimsótt okkur í núna til að nýta sér tilboðin er um að gera að kíkja á okkur á morgun eða í næstu viku,“ segir Jóhannes.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.