Breytti gömlu sjoppunni á Hallormsstað í ísbúð

isbud hall webÍsbúð hefur starfað í sumar á Hallormsstað þar sem söluskálinn Laufið var til húsa árum saman. Eigandi ísbúðarinnar segist hafa opnað búðina til þess að lífga upp á staðinn.

„Ég keypti húsið því mér fannst ótækt að það væri lokað. Ég vildi fríkka upp á það því sjoppan er andlit skógarins, það fyrsta sem menn sjá þegar þeir koma inn í Hallormsstað," segir Þráinn Lárusson sem stendur að taki ísbúðinni.

Ísbúðin var opnuð á Skógardaginn mikla og opin fram yfir Ormsteiti sem lauk í gær. Auk íss er hægt að fá í búðinni helstu nauðsynjavörur fyrir útileguna svo sem grillkol, grillkjöt og tannbursta.

Þráinn segir búðina hafa fengið fínar viðtökur þótt hann búist ekki við gróða af rekstri hennar. Slíkt hafi aldrei verið tilgangurinn.

„Ég taldi það spennandi hugmynd að fara í skóginn og kaupa sér ís og það nýttu margir Austfirðingar sér það í sumar.

Svona verslun verður aldrei rekin með hagnaði enda ekkert skrýtið að fyrri rekstraraðilar hafi gefist upp. Ég kaupi húsið með því hugarfari að við getum verið stolt af því eins og öðru inn á Hallormsstað."

Þráinn rekur Hótel Hallormsstað og hann segir hugsunina snúast um heildina. „Maður getur ekki bara hugsað um það sem maður ætlar að græða á, það þarf líka að hugsa um litlu hlutina."

Þráinn rekur einnig veitingastaðinn Salt á Egilsstöðum. Hann segir reksturinn þar ganga vel en hann býst hvorki við að fá til baka þær fjárfestingar sem hann hefur lagt út í veitingastaðnum né ísbúðinni.

Hann segir ferðamannasumarið inn á Hallormsstað hafa verið gott þótt heimsmeistarakeppnin í fótbolta hafi töluverð áhrif.

„Sumarið var í heildina mjög gott en það er alltaf smá samdráttur á fjögurra ára fresti út af keppninni. Viðskiptin skána samt alltaf eftir að 16 liða úrslitunum lýkur því þá fækkar leikjunum og menn fara að ferðast því þeir geta alltaf séð einn og einn leik. Hér ruku viðskiptin upp eftir að HM lauk."

Kamilla Henriau á vaktinn í Ísbúðinni á Hallormsstað í sumar. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.