Orkumálinn 2024

Norðfjarðargöng: Vara við umferð stórra farartækja við innkeyrsluna til Eskifjarðar

agust25082014Verktaki Norðfjarðarganga hefur nú hafið vinnu við að keyra í landfyllingar austan við Norðfjarðarveg (92) skammt sunnan sundlaugarinnar á Eskifirði, þar sem komið er inn í bæinn frá Reyðarfirði.

Rétt á meðan verið er að stækka fyllinguna verða þessir stóru bílar að bakka yfir veginn og bílstjórar og aðrir vegfarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát.

Tafir ættu að verða litlar sem engar þegar fyllingin verður nægilega stór til að vörubílarnir geti snúið við þar, en áfram verður vitanlega brýnt að sýna aðgát.

Ljósmyndir: Ófeigur Örn Ófeigsson

agust25082014 2 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.