Ferðamenn sýna fullan skilning á lokunum á Fjöllum: Aldrei meira að gera hjá hálendisvaktinni

isolfur halendisvakt agust14 adam eidur 0005 webFerðamenn hafa almennt sýnt skilning og tillitssemi gagnvart lokunum á umferð um hálendið norðan Dyngjujökuls. Björgunarsveitir af Austurlandi hafa staðið vaktina síðustu daga og haft óvenju mikið að gera.

„Það var mikil umferð að stöðinni okkar við Brúardali. Þetta voru allt erlendir ferðamenn sem sýndu virkilegan skilning á aðstæðum og voru ánægðir með framtak okkar að loka þessu," segir Sveinn Óskarsson úr björgunarsveitinni Ísólfi frá Seyðisfirði.

Austfirskar björgunarsveitir hafa í sumar skipt með sér viku og viku í hálendisvakt og síðasta sunnudag var röðin komin að Ísólfsmönnum.

„Ég er búinn að vera tvisvar áður á vaktinni og hef aldrei haft svona mikið að gera."

Á þriðjudagskvöld var ákveðið að rýma svæðið norðan Dyngjujökuls af ótta við eldgos í Bárðarbungu og hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Ísólfsmenn aðstoðuðu við rýmingu í Öskju.

„Rýmingin gekk vel og einum og hálfum tíma eftir að lögreglan kom upp eftir var allt búið og búið að græja skálana."

Björgunarsveitarmenn eru nú með varðstöð við leiðina inn á Brúardali. Búið er að fara þangað inn eftir með stóran trukk frá björgunarsveitinni Héraði og félagar úr henni og Jökli hafa tekið við vaktinni af Ísólfsmönnum.

„Þeir komu með stóra Úralinn inn eftir og við gerðum hann að gistingu og matarstað. Við lögðum á það áherslu að við fengjum að halda þessari stöð. Frá henni ef styst inn í Öskju ef það poppa upp ferðamenn en þeir koma þar að öllu lokuðu. Við þurftum til dæmis að sækja einn inn á Brúardali í gær."

Akureyringar manna stöð á leiðinni af Sprengisandi og Mývetningar við Hrossaborgir þannig að leiðirnar þrjár að Jökulsá á Fjöllum eiga að vera lokaðar.

Frá vakstöðinni. Mynd: Adam Eiður Óttarsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.