Orkumálinn 2024

Kauptún: Vonast til að geta opnað aftur um helgina

kauptun vpfj bruni 14072014 ob webVonir standa til að hægt verði að opna verslunina Kauptún á Vopnafirði á ný um helgina eftir að eldur kom upp á lager hennar aðfaranótt mánudags. Hreinsunarstarf hófst í gær en henda þarf öllum vörum sem þar voru. Vínbúðin, sem er í sama húsi opnar hins vegar í dag.

„Það var unnið fram á nótt í hreinsunarstarfi í gær og byrjað snemma," segir verslunarstjórinn Nikulás Árnason.

Urða þarf nokkur tonn af vörum en öllu verður hent af lagernum vegna reykskemmda. Síðan þarf að þrífa og mála búðina til að gera hana klára á ný.

Þegar er búið að henda kælum og frystum sem skemmdust í eldsvoðanum og nýir eru á leiðinni. Í samtali við Austurfrétt í dag sagðist Nikulás vonast til að hægt yrði að opna búðina á ný um helgina.

Eigendur Kauptúns, sem er eina matvöruverslunin á Vopnafirði, töluðu strax við eigendur Ollasjoppu sem pöntuðu inn aukalega af mjólk, osti, kjöti og helstu nauðsynjavörum.

Þá gerðu Kauptúnsmenn sér ferð í Egilsstaði og sóttu vörur fyrir skip og mötuneyti HB Granda. „Við komum til með að þjónusta viðskiptavinina eins og hægt er."

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstæki á lager. Í húsinu eru einnig verslun ÁTVR og lyfsala. Gert er ráð fyrir að ÁTVR opnni klukkan 16:00 í dag en lyfsalan er enn lokuð.

Mynd: Örn Björnsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.