Gæsaveiðum í Vatnajökulsþjóðgarði seinkar

gaesir juni14Gæsaveiðum á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið frestað um tíu daga. Ástæðan er að varp var síðar á ferðinni í vor en í venjulegu árferði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðsverði. Veiðarnar eiga að hefjast 20. ágúst en þjóðgarðsvörður hefur heimild til að fresta þeim til 1. september sé það mat „viðurkenndra aðila" að gæsin verði ekki tilbúin til veiða.

Þessu ákvæði er beitt nú. Vegna mikilla snjóa í vetur var varp síðar á ferðinni í vor og gæsin því ekki tilbúin til veiða.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.