Orkumálinn 2024

Næst hlýjasti júnímánuður sem mælst hefur á Egilsstöðum

solbad valdi veturlidaNýliðinn júnímánuður er sá næst heitasti sem mælst hefur á Egilsstöðum í þau sextíu ár sem veðurgögnum hefur verið safnað þar. Mánuðurinn var heilt yfir hlýr en úrkomusamur á sunnan- og vestanlands.

Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofu Íslands fyrir mánuðinn.

Meðalhitinn á Egilsstöðum voru 11,2°C eða rúmum 2°C heitara hlýrra heldur en í meðalári. Á Teigarhorni var meðalhitinn 9°C sem gerir mánuðinn þann fimmta heitasta í sinni röð í þau 142 ár sem veðurgögnum hefur safnað þar.

Á Dalatanga var meðalhitinn 7,9°C sem gerir hann sem skilar honum í 6.-7. sæti í þau 76 ár sem mælingar hafa þar staðið yfir.

Í Stykkishólmi varð mánuðurinn sá hlýjasti sem mælst hefur og tölurnar fyrir Reykjavík og Akureyri voru einnig háar. Meðalhiti í mánuðinum var sá sami í Reykjavík og á Egilsstöðum. Hæsti hiti mánaðarins á mannaðri stöð var á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, 21,2 stig þann 13.

Austurland skartaði einnig nokkrum af lægstu hitatölunum. Stöðin á Eyjabökkum var sú eina þar sem hitinn var undir meðallagi síðustu tíu ára og í Seley var hitinn aðeins rétt yfir meðallagi. Þar var lægsti meðalhiti á láglendi, 6,5 stig.

Lægsti meðalhiti mánáðarins var á Brúarjökli, 3,2 stig. Þar mældist einnig lægsti hitinn, -0,8 stig.

Í tölum kemur fram að úrkoma hafa verið meiri í Reykjavík og á Akureyri og sólskinsstundir að sama skapi færri heldur en í meðalári. Slíkar tölur eru ekki teknar saman fyrir austfirsku veðurstöðvarnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.