Vilhjálmur Hjálmarsson látinn

vilhjlamur hjalmarsson holarVilhjálmur Hjálmarsson, bóndi og fyrrverandi þingmaður og ráðherra lést í dag á heimili sínu Brekku í Mjóafirði, 99 ára að aldri.

Vilhjálmur fæddist á Brekku 20. september 1914, sonur Hjálmars Vilhjálmssonar og Stefaníu Sigurðardóttur. Vilhjálmur var kvæntur Önnu Margréti Þorkelsdóttur, sem lést 21. apríl 2008.

Þau eignuðust fimm börn; Hjálmar (látinn 2011), Pál, Sigfús Mar, Stefán og Önnu. Barnabörn Vilhjálms og Margrétar eru 18, barnabarnabörnin 35, barnabarnabarnabörnin fimm og tvö á leiðinni.

Vilhjálmur lauk héraðsskólaprófi frá Laugarvatni 1935. Hann stundaði búskap í um 30 ár, kenndi við barnaskólann í Mjóafirði og sinnti auk þess ýmis konar félagsmálastörfum.

Vilhjálmur sat lengi á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn, fyrst árið 1949, og gegndi embætti menntamálaráðherra 1974-1978.

Þegar þingsetu lauk árið 1979 tóku ritstörf við. Samtals komu út eftir hann 24 bækur sem hann skrifaði sjálfur og þrjár sem hann átti hlutdeild í. Sú síðasta, Örnefni í Mjóafirði, kemur út þann 20. september en þá hefði Vilhjálmur átt 100 ára afmæli.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.