Fimmfalt rennsli í austfirskum ám: Hækkun vatnsborðs mælist í metrum

grimsa 02072014 th webGríðarlegir vatnavextir eru í ám víða á Austurlandi, sérstaklega á suðurfjörðum. Rennsli Fossár í Berufirði og Geithellnaár fimmfaldaðist á nokkrum klukkustundum í nótt.

Rennsli í Fossá fór úr 38 rúmmetrum á sekúndu, sem er meðalrennslið júnímánaðar, klukkan tíu í gærkvöldi upp í 186 rúmmetra klukkan sex í morgun samkvæmt mælum Veðurstofunnar. Vatnshæðin hækkaði um 140 sentímetra á sama tíma og nærri því tvöfaldaðist. Heldur hefur dregið úr eftir það.

Í Geithellnaá var rennslið 57 rúmmetrar á sekúndu klukkan eitt í gær en var 227 rúmmetrar klukkan fimm í morgun.

Mikil úrkoma er ástæða vatnsaukningarinnar í morgun. Úrkoma síðasta sólarhring í Neskaupstað var 56,7 mm. sem er sú fimmta mesta á landinu. Athygli vekur hins vegar að engin úrkoma er skráð á næstu veðurstöð fyrir norðan, á Dalatanga. Úrkoma á Fáskrúðsfirði og Gilsá í Breiðdal undanfarinn sólarhring er einnig um 50 mm.

Hratt hefur vaxið í Fjarðará síðustu tvo sólarhringa og í morgun mældist þar mesta vatnshæð mánaðarins. Töluverður snjór virðist eftir til að fóðra ána á Fjarðarheiði.

Grímsá, sem rennur út Skriðdal og Velli, var kolmórauð í morgun en hún er yfirleitt tær bergvatnsá.

Vatnshæð í Jökulsá við Hól í Fljótsdal hækkaði um hálfan metra á nokkrum klukkutímum í morgun. Þetta er mesta vatnshæð sem þar hefur mælst síðan um miðjan mánuðinn.

Óvenjumikið vatn hefur þar verið á ferðinni í mánuðinum en meðalrennsli þar í júní hefur verið tvö- þrefaltalt á við meðalrennslið í mánuðinum frá árinu 2008, samkvæmt mælingum Landsvirkjunar.

Leysingar á efri hluta vatnasviðs árinnar hófst síðar en á neðri hlutanum. Á neðri hlutanum byrjuðu leysingar í lok maí en rennslið þar var þrisvar eða fjórum sinnum meira en í meðal júnímánuði. Vísbendingar hafa þó verið um leysingarnar væru að minnka þar síðustu daga.

Veðurstofan spáir sunnan 8-15 m/s og rigningu eða súld með köflum í dag á Austfjörðum en suðvestan 9-15 m/s á Suðausturlandi og rigningu.

Grímsá í ham um klukkan níu í morgun. Mynd: Þórunn Hálfdánardóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.