Orkumálinn 2024

Hálfs árs fangelsi fyrir ítrekaðar hótanir í garð lögregluþjóna

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir ítrekaðar hótanir í garð lögregluþjóna. Hótanirnar beindust meðal annars að fjölskyldumeðlimum lögreglu.

Ákæran á hendur manninum var í fimm liðum og játaði hann öll brotin fyrir dómi. Auk þriggja brota gegn valdstjórninni voru gerðar sex kannabisplöntur og tvær sprengihvellettur gerðar upptækar við húsleitir.

Austurfrétt greindi frá einni hótuninni í febrúar þegar maðurinn setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína með skilaboðum til yfirlögregluþjóns að fara varlega þegar hann setti bílinn sinn í gang á morgnana og birti þar mynd með af hvellettum.

Á Facebook-síðu sinni í apríl birti hann aðra uppfærslu sem beindist að ungri dóttur og foreldrum lögreglukonu á svæðinu. Í ágúst í fyrra hótaði hann lögreglumanni við störf lífláti.

Bæði lögreglukonan og yfirlögregluþjón hafa höfðað einkamál gegn manninum sem er fyrir dómi.

Maðurinn játaði brotin „sumpart" en neitaði þeim að sama skapi við yfirheyrslur hjá lögreglu. Fyrir dómi játaði hann þau hins vegar, lýsti yfir iðrun og að hann hefði leitað sér aðstoðar við vanda sínum.

Dómurinn benti hins vegar á að með hluta brotanna hefði maðurinn brotið gegn skilorði dóms frá árinu 2010 og að ummælin hefðu verið gróf og meðal annars beinst gegn barni.

Dómurinn taldi ekki séð að lögreglumennirnir hefðu valdið reiði eða geðshræringu með ólögmætri árás eða stórfelldri árás. Þar sem ummælin væru ítrekuð og á löngu tímabili væri ekki um tímabundið ójafnvægi eða annað sem gæti talist til mildunar að ræða.

Manninum var að auki gert að greiða rúmar 100.000 krónur í sakarkostnað.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.