Stefán Grímur: Þýðir lítið að sitja úti í horni og bíða

stefan grimur rafnsson web 170614Stefán Grímur Rafnsson, nýkjörinn sveitarstjórnarmaður á Vopnafirði, hvatti íbúa til að nýta sér tjáningarfrelsið og hafa með því áhrif á samfélagið í hátíðarræðu sinni á 17. júní.

„Af hverju að fara í framboð... til hvers?" spurði Stefán Grímur í ræðunni. Hann var í forsvari fyrir framboðið Betra Sigtún sem að mestu var skipað fólki á aldrinum 20-35 ára og komst í oddaaðstöðu og myndaði síðan meirihluta með K-lista í hreppsnefndinni.

Stefán Grímur fór yfir tjáningarfrelsið sem er varið í stjórnarskrá og þá ábyrgð sem því fylgir.

„Þess vegna er okkur kennt að virða skoðanir annarra og taka þær til greina og oft endar það með þeirri niðurstöðu að við verðum sammála að einhverju leyti eða komumst að samkomulagi."

En þótt menn segi sína meiningu er ekki „sjálfsagt" að mark sé tekið á henni. Eftir að hafa hugsað sig um „vel og lengi" hafi hann talið sig hafa „margt til málanna að leggja" og hafi því safnað saman fólki sem hafi verið með „eitt og annað frambærilegt í farteskinu.

Þannig vildum við stuðla að því að hlustað væri á okkar hugmyndir og skoðanir og þær teknar til greina. Þó ekki bara okkar því að við viljum að skoðanir og hugmyndir allra heyrist og fái að njóta sín."

Til að lýðræðið virki sem best þurfi sem flestir að taka þátt í því. „Ég veit það af eigin raun að það þýðir lítið að sitja útí horni og bíða og vona að aðrir sjái um þetta, tökum kaffistofu og eldhúsborðs umræðurnar skrefinu lengra, komum skoðunum okkar á framfæri!"

Mynd: Vopnafjarðarhreppur/Elma Rún Magnúsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.