Hrund Snorra fékk flestar útstrikanir á Vopnafirði

vopnafjordur 02052014 0004 webHrund Snorradóttir, sem skipaði annað sætið á lista Framsóknarmanna og óháðra í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á Vopnafirði fékk flestar útstrikanir af frambjóðendum í sveitarfélaginu.

Hrund fékk tólf útstrikanir eða frá um 6,7% kjósenda flokksins. Um 15-20% kjósenda lista þarf til að röð frambjóðenda breytist.

Útstrikanir á listanum voru alls sextán en strikað var yfir nöfn þriggja frambjóðenda í viðbót.

Á lista K-lista félagshyggju fengu tveir frambjóðendur hvor sína útstrikunina.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.