Orkumálinn 2024

Gunnhildur, Ingunn Bylgja og Guðmundur oftast strikuð út á Héraði

xb fherad x14Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem var í öðru sæti Framsóknarflokksins, Ingunn Bylgja Einarsdóttir, sem var í fimmta sæti Héraðslistans og Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, fengu flestar útstrikanir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á Fljótsdalshéraði.

Gunnhildur fékk flestar útstrikanir eða þrettán talsins. Á lista Framsóknarmanna var níu sinnum strikað yfir nafn þriðja manns, Páls Sigvaldasonar og fimm sinnum yfir oddvitann, Stefán Boga Sveinsson. Alls var strikað 33 sinnum yfir nöfn á lista Framsóknarmanna og níu frambjóðendur.

Ingunn Bylgja fékk tólf útstrikanir en bæjarfulltrúarnir Árni Kristinsson og Sigrún Blöndal þrjár hvort. Útstrikanir á listanum voru 25 á níu frambjóðendur. Fimm kjósendur vildu breyta röð efstu fjögurra manna.

Tíu sinnum var strikað yfir Guðmund hjá Sjálfstæðismönnum. Sex sinnum var strikað yfir nafn Guðbjargar Björnsdóttur, sem var í þriðja sæti og fimm sinnum yfir oddvitann Önnu Alexandersdóttur og Viðar Örn Hafsteinsson í fjórða sæti. Útstrikanir voru alls 31 á átta frambjóðendur. Níu kjósendur vildu breyta röðun á listanum og dreifðist það allvíða um listann.

Útstrikanir á Á-lista voru alls tólf og dreifðust á sex frambjóðendur. Á lista Endurreisnarinnar voru þær sex og dreifðust á fimm frambjóðendur.

Útstrikanir voru yfir höfuð fáar og fjarri því að hafa áhrif á röð frambjóðenda.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.