Orkumálinn 2024

Dæmdur fyrir að reyna að múta lögreglumönnum til að henda fíkniefnum í fljótið

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja mánaða fangelsi fyrir að reyna að múta lögreglumönnum til að henda fíkniefnum sem þeir fundu við leit á heimili hans í Lagarfljótið.

Við leitina í byrjun desember í fyrra fundust 25,88 grömm af amfetamíni til sölu og talsvert af reiðufé.

Eftir að efnin komu í ljós bauð maðurinn fjórum lögreglumönnum peningagreiðslur gegn því að þeir hentu fíkniefnunum í Lagarfljót og greindu frá því að ekkert hefði komið í ljós við leitina.

Hann bauð þeim 35.000 krónur á mann en hækkaði síðan boðið í 50.000 þótt útskýrt væri fyrir honum að ekki kæmi til greina að þiggja það og að hann yrði kærður fyrir lögbrot.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann á talsverðan brotaferil að baki og hlaut síðast í apríl dóm fyrir brot gegn valdstjórninni, þá 30 daga fangelsi.

Í ljósi þessa dæmdi dómari hann nú í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa fíkniefnin undir hönum og að reyna að múta lögregluþjónunum. Hann þarf einnig að greiða rúmar 100 þúsund krónur í sakarkostnað.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.