Aurskriða í Fljótsdal: Ánægður með að vera lifandi

aurskrida glumsstadir 01062014 webJón Þór Þorvarðarson, bóndi á Glúmsstöðum I í Fljótsdal, stóð á bæjarhlaðinu þegar aurskriða féll niður fjallshlíðina í gær. Skriðan fór sitt hvorum megin við fjárhúsin á bænum.

„Ég sá fyrst einn stein og svo kom meira og meira og meira," segir Jón sem stóð úti á hlaði og fylgdist með þegar skriðan kom niður. „Ég er bara ánægður með að vera lifandi."

Hann segir lítið tjón hafa orðið, 1-2 rollur hafi orðið undir, um 500 metrar af girðingum og 500 girðingarstaurar.

Skriðan fór af stað fyrir ofan brún úr um 500 metra hæð og hljóp niður Fjárhúslækinn. Þegar hún kom niður úr gilinu kvíslaðist hún í tvennt og fór framhjá fjárhúsunum og vatnsbólinu.

Þetta er ekki fyrsta skriðan sem fellur á þessum slóðum. Mikil hlýindi hafa verið á svæðinu undanfarna daga leysingar í lækjum.

Skriða staðnæmdist við hesthúsið sem stendur við þjóðveginn.

Mynd: Egill Gunnarsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.