Á- og B-listar ræða saman á Fljótsdalshéraði

ab meirihluti gj sbsFlokkarnir sem mynda núverandi meirihluta á Fljótsdalshéraði ræða saman um áframhaldandi samstarf. Oddviti Framsóknarflokksins segist túlka niðurstöður kosninganna á laugardag sem stuðningsyfirlýsingu við sitjandi meirihluta.

„Núverandi meirihlutaflokkar hafa rætt saman en við förum okkur að engu óðslega. Við förum bara vel yfir málin," segir Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarmanna.

Framsóknarflokkurinn fékk 27% atkvæða og þrjá menn kjörna en Á-listinn 26% og tvo menn. D-listi fékk 22% og bætti við sig öðrum manni á kostnað Héraðslistans sem fékk 21% og verður með tvo fulltrúa í bæjarstjórninni.

Fulltrúar allra framboða hittust á fundi í gær og ræddu saman um starfið í bæjarstjórninni á komandi kjörtímabili.

Stefán Bogi segist túlka kosninganiðurstöðurnar sem ánægju með störf meirihlutans og að Framsóknarflokkurinn hafi áfram óskorðað umboð til að leiða starfið í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á komandi kjörtímabili.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.