Orkumálinn 2024

Betra Sigtún kannar báðar leiðir á Vopnafirði

betra sigtun frambodÞreifingar eru hafnar um myndun meirihluta á Vopnafirði en ekki ljóst hvaða stefnu þær munu taka. Oddviti Betra Sigtúns segir að rætt verði við báða flokkana.

„Við erum byrjuð að tala saman en það er ekkert ákveðið. Við sögðum allan tímann að við gengjum óbundin til kosninga. Við stefnum ekki í neitt stríð," segir Stefán Grímur Rafnsson, oddviti Betra Sigtúns.

Listinn fékk tvo menn kjörna um helgina, Framsóknarflokkurinn þrjá og K-listi félagshyggju tvo. Þeir flokkar sem mynduðu meirihluta með framsókn buðu hins vegar ekki fram og því þarf að mynda nýjan meirihluta.

Í samtali við Austurfrétt sagði Stefán Grímur að Sigtúnsfólk væri að ræða „við báða flokkana" en ekki einn umfram hinn „eins og er."

Eyjólfur Sigurðsson, oddviti K-listans, sagði Betra Sigtún hafa haft frumkvæði að því að ræða við listann í gær. Lítilsháttar hefði verið farið yfir stöðuna.

„Við erum búin að tala við Betra Sigtún – eða þau við okkur. Við teljum þau vera sigurvegarana og leyfum þeim að velja fyrst."

Bárður Jónasson, oddviti Framsóknarflokks, segist hafa óskað eftir viðræðum við Betra Sigtún strax á laugardagskvöld en forsvarsmenn listans „ákveðið að byrja hinum megin." Listarnir hittast hins vegar á fundi í kvöld.

Hann kveðst einnig hafa óskað eftir viðræðum við K-listann en þar á bæ hafi menn ekki viljað fara í „krossviðræður."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.