Fljótsdalur: Eiríkur Kjerúlf kosinn aðalmaður í hreppsnefnd eftir hlutkesti

fljotsdalur sudurdalurVarpa þurfti hlutkesti til að fá úr því skorið hverjir yrðu aðalmenn í hreppsnefnd Fljótsdalshrepps. Eiríkur J. Kjerúlf, sem kemur nýr inn í hreppsnefndina, hafði þar betur gegn Magnhildi Björnsdóttur.

Á kjörskrá voru 64 einstaklingar, 41 karl og 23 konur. Af þeim greiddu 48 atkvæði eða 75%.

Atkvæði féllu þannig:
Gunnþórunn Ingólfsdóttir 36 atkvæði
Jóhann Þorvarður Ingimarsson 36 atkvæði
Lárus Heiðarsson 35 atkvæði
Anna Jóna Árnmarsdóttir 29 atkvæði
Eiríkur J. Kjerúlf 18 atkvæði

Varamenn:
1. Magnhildur Björnsdóttir, 25 atkvæði sem aðalmaður og fyrsti varamaður
2. Gunnar Gunnarsson, 13 atkvæði sem aðalmaður og 1. – 2. varamaður.
3. Eyjólfur Yngvason 13 atkvæði sem aðalmaður og 1. -3. varamaður.
4. Anna Bryndís Tryggvadóttir, 13 atkvæði sem aðalmaður og 1. – 3. varamaður
5. Egill Gunnarsson, 14 atkvæði sem aðalmaður 1. – 4. varamaður

Eyjólfur vann hlutkesti gegn Önnu Bryndísi um sæti þriðja varamanns.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.