Orkumálinn 2024

20 metrar á sekúndu á morgun en 20 gráður á mánudag

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á Austurlandi og Austfjörðum á morgun. Á mánudag, annan í hvítasunnu, er hins vegar von á 20 stiga hita.

Spáin fyrir bæði austfirsku spásvæðin á morgun er áþekk. Á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi klukkan sjö í fyrramálið en klukkutíma síðar á Austurlandi að Glettingi. Hún gildir til klukkan þrjú síðdegis í báðum tilfellum.

Á Austurlandi er spáð norðvestan 15-23 m/s með snörpum vindhviðum og hríð á fjallvegum fram undir hádegi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Á Austfjörðum er spáð 18-25 m/s með vindhviðum yfir 35 m/s. Íbúar eru því hvattir til að ganga frá lausamunum. Ferðaveður verður varasamt.

Vegna hvassviðris hefur Landsnet sent frá sér viðvörun vegna raforkukerfisins. Þar segar að sviptivindar í fyrramálið geti valdið truflunum á byggðalínunni milli Prestbakka við Höfn og Hryggstekks í Skriðdal. Að auki verði álag um stund á línum á Austurlandi.

Vegagerðin hefur sett Fagradal, Fjarðarheiði, Vatnsskarð á óvissustig milli klukkan 5 og 14 á morgun. Leiðin frá Reyðarfirði að Höfn er á óvissustigi frá 8-15 og Mývatns- og Möðrudalsöræfi frá 5-12.

Síðan verða umskipti því á mánudag er spáð 20 stiga hita, sól og hægum vindi um allt Austurland. Miðað við núverandi veðurspár verður sumarblíða fram eftir vikunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.