Minnisvarði um björgunarafrekin í Vöðlavík afhjúpaður

minningarathofn vodlavik jenniMinnisvarði um það þegar sex af sjö skipverjum Goðans og fimm manna áhöfn Bergvíkur VE var bjargað sitt hvorum megin við áramótin 1994 af strandstað í Vöðlavík verður afhjúpaður þar á föstudag.

Áhöfn Bergvíkur var bjargað í land með fluglínutækjum austfirsku björgunarsveitanna 18. desember 1993 og þann 10. janúar 1994 þegar sex af sjö manna áhöfn björgunar- og dráttarskipsins Goðans var bjargað með frækilegri aðstoð 56. þyrlusveitar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli við afar erfiðar aðstæður.

Gert er ráð fyrir að auk björgunarsveitarmanna mæti; áhafnir skipanna og aðstandendur þeirra, fulltrúar þyrlusveitarinnar auk fleiri fulltrúa bandaríska flughersins svo og aðrir sem stutt hafa björgunarsveitirnar

Minnisvarðinn verður afhjúpaður klukkan 14:00 og að athöfn lokinni verður kaffisamsæti í skála ferðafélagsins. Almenningi býðst að koma með og verður safnast saman í bíla við Mjóeyri klukkan 12:00.

Klukkan 13:00 verður björgunaræfing í Vöðlavík með þátttöku björgunarsveita á Austurlandi og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Frá athöfn í tilefni þess að 20 ár voru frá strandi Goðans. Mynd: Jens Garðar Helgason.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.