Orkumálinn 2024

73 menningarstyrkir á Austurlandi

9313812409 179193a5d9 bMenningarráð Austurlands hefur úthlutað 73 menningarstyrkjum samkvæmt menningarsamningi ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál. Alls bárust á annað hundrað umsókna og heildarupphæð úthlutunar nemur ríflega 40 milljónum króna. Menningarsvið Austurbrúar hefur umsjón með framkvæmd menningarsamnings og úthlutun.

Úthlutun menningarstyrkja dróst nokkuð í ár þar sem töf varð á því að ríkið gengi frá menningarsamningi við sveitarfélögin. Fjöldi umsókna ber öflugu menningarlífi Austurlands verðugt vitni en alls bárust 111 umsóknir í annars vegar verkefnastyrki og hins vegar stofn- og rekstrarstyrki. Í umsóknunum mátti greinilega merkja áherslur á t.a.m. samstarf og nýja nálgun við tónlist, leiklist og dans.

Heildarkostnaður við verkefni sem sendu inn umsóknir í menningarstyrki var 563.376.668 krónur. Sótt var um 97.817.581 kr. en alls var úthlutað 40.650.000 kr. Listi yfir verkefni sem hlutu hæstu verkefnastyrki fylgir hér að neðan.

Eftirtalin verkefni hlutu hæstu verkefnastyrkina árið 2014

Lunga – Listahátíð ungs fólks, Austurlandi 1.500.000
Sumarsýning 2014 í Skaftfelli, Miðstöð myndlistar á Austurlandi 900.000
Þjóðleikur á vegum Sviðslistamiðstöðvar á Austurlandi 800.000
Chinese European Art Centre með sýninguna Rúllandi snjóbolti 5, Djúpivogur 800.000
Óma Íslandslög 4, samstarf Kórs Fjarðabyggðar og ýmissa tónlistarmanna 800.000
Jólaóratóría Bachs á Austurlandi flutt af Kammerkór Egilsstaðakirkju 800.000
Wilderness dance/Dans í óbyggðum, erlent samstarfsverkefni 700.000
700IS Hreindýraland, Ljóð á skjá - skjá ljóð 700.000
Nútímatónlistarhátíð á Austurlandi undir stjórn Suncanu Slamning 700.000
Pólar, matar- og fjöllistahátíð á Stöðvarfirði 700.000
Smiðjuhátíð 2014 á vegum Tækniminjasafns Austurlands 700.000
Leikverkið Steina-Petra, Brokan Davison og Pétur Ármanns 600.000
Hljómsveitanámskeið fyrir ungt fólk, unnið af BRJÁN og fleirum 500.000
Tónlistarsumarbúðir á Eiðum 500.000
Gospelnámskeið á vegum Tónlistarmiðstöðvarinnar á Austurlandi 500.000
Rímur og rokk til Vesterålen 500.000
Dansnámskeið á vegum Dansstúdíós Emelíu 500.000
Eistnaflug 2014 500.000
Bræðslan 2014 500.000
Jólafriður – jólatónleikar, samstarf tónlistarmanna og kóra á Austurlandi 500.000
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi 500.000
Tónlistarskemmtun með dægurlagadraumum flutt af ungu tónlistarfólki 500.000
Hammondhátíð Djúpavogs 500.000

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.