Orkumálinn 2024

Fjarðabyggð leggur áherslu á Samgöng

nordfjardargong bomba 0027 webBæjarstjórn Fjarðabyggðar vill að skoðaðir verði betur kostir þess að rjúfa Seyðisfjarðar með svokölluðum Samgöngum. Norðfjarðargöng teljast fyrsti áfanginn í þeirri framkvæmd.

Þetta kemur fram í athugasemd bæjarstjórnar við fjögurra ára samgönguáætlun og var fylgt eftir á framboðsfundum í sveitarfélaginu í síðustu viku.

Með Samgöngunum yrði borað áfram yfir í Mjóafjörð og síðan Seyðisfjörð og síðan tengt upp á Fljótsdalshérað.

„Næsta verk er að tengja norður eftir. Það verður stærsta framfaramál fjórðungsins," sagði Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarmanna.

Í bókun bæjarstjórnarinnar segir að með Samgöngunum „sé Mið-Austurland allt tengt saman í eitt atvinnu- og þjónustusvæði fjórðungnum til heilla næstu áratugi."

„Við virðum rétt núverandi bæjaryfirvalda Seyðisfjarðarkaupstaðar til að hafa sína skoðun en við áskiljum okkur rétt á að benda á möguleikann og hann sé ekki full rannsakaður," sagði Jón Björn.

Einar Már Sigurðsson, Fjarðalistanum, sagðist hafa barist lengi fyrir Samgöngum en taldi ekki rétt að fara að „munnhöggvast við Seyðfirðinga á opinberum vettvangi um hvað við teljum best fyrir þá.

Við eigum að vera samherjar hér í sveitastjórnunum fyrir austan en ekki berjast gegn hverju öðru. Það er komið meira en nóg af því."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.