Enn ekkert ferðaveður eystra

Mikið og vont veður á Borgarfirði Eystri, bryggjan berst við sjóinn

Veðrið á Austurlandi er heldur tekið að lagast. Fjallvegir eru þó enn ófærir og ekkert ferðaveður á svæðinu. Ekki er gert ráð fyrir að veðrið lagist að ráði fyrr en í fyrramálið.

Björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði var kölluð út rétt fyrir miðnætti til að aðstoða bíl sem fór út af í Oddsskarði.

Ófært um austfirska fjallvegi aðra en Oddsskarðið þar sem er enn talsverður snjór. Stórhríð er enn á Möðrudalsöræfum en moksturstæki eru að störfum í Skriðdal.

Veðrið er samt heldur tekið að lagast og íbúar farnir út til að moka frá húsum sínum. Veðurstofan spáir áframhaldandi norðanhvassviðri og úrkomu þar til í fyrramálið.

Dagskrá Daga myrkurs er aftur að komast í samt lag eftir frestanir vegna veðurs síðustu daga. Eskfirðingar ætla að hittast klukkan 12:30 á Mjóeyri og fara í leiki en þar eru skipulagðir ástardagar. Á móti er lokað hjá Myndsmiðjunni á Egilsstöðum vegna ófærðar innanbæjar en þar átti að vera langur laugardagur. Í Neskaupstað verður rokkveisla BRJÁN, „Með sítt að aftan“ frumsýnd í kvöld.

Brimið barði á höfninni á Borgarfirði eystri í um helgina en Helga Björg Eiríksdóttir tók þar meðfylgjandi mynd. Fleiri myndir af svæðinu má sjá á vef Borgarfjarðarhrepps.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.